spot_img
HomeFréttirÞrír leikir í 1. deild karla í kvöld

Þrír leikir í 1. deild karla í kvöld

12:43
{mosimage}

(Rob Hodgson stýrir nú Val en er fyrrum þjálfari og leikmaður Þórs úr Þorlákshöfn)

Í kvöld eru á dagskrá þrír leikir í 1. deild karla þar sem bæði nýliðar UMFH og Laugdælir þreyta frumraun sína. UMFH tekur á móti KFÍ að Flúðum kl. 19.15 og Hamar fær Laugdæli í heimsókn á sama tíma í Hveragerði. Viðureign Vals og Þórs úr Þorlákshöfn hefst svo kl. 20:00 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.

Keppni í 1. deild hófst í gær þar sem Fjölnismenn unnu góðan 16 stig sigur á Ármanni 119-103 í Grafarvogi. Fyrstu umferð deilarinnar lýkur svo á morgun á Egilsstöðum þegar Höttur tekur á móti Haukum kl. 15.00.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -