spot_img
HomeFréttirÞrír leikir á dagskrá í IE-deild kvenna

Þrír leikir á dagskrá í IE-deild kvenna

07:15

{mosimage}
(Monique í leik gegn Haukum fyrr í vetur)

Þrír leikir eru í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Í Hafnarfirði taka heimamenn á móti Grindvíkingum kl. 19:15. Bæði þessi lið fengu b-lið í bikarnum um síðustu helgi og gátu leyft sér að spila á mörgum leikmönnum og ættu því að vera úthvíld.

Í Hveragerði taka heimamenn á móti Valsstúlkum. Hamar vann sinn síðasta leik gegn Fjölni og lyfti sér af botninum og er komin með fjögur stig. Valur er í neðsta sæti ásamt Fjölni með tvö stig. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Í DHL-höllinni mætast KR og Keflavík kl. 20:00. Gengi KR-inga hefur verið gott á tímabilinu og því verður spennandi að sjá hvað nýliðarnir gera á heimavelli gegn Keflvíkingum. Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum í deildinni en þær hafa án efa jafnað sig og má gera ráð fyrir hörkuleik vestur í bæ. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá KRtv.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -