spot_img
HomeBikarkeppniÞrír leikir á dagskrá átta liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag

Þrír leikir á dagskrá átta liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag

Þrír leikir eru á dagskrá átta liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag.

Hjá körlum eru fyrri tveir leikir átta liða úrslita þar sem Snæfell tekur á móti Tindastóli og Stjarnan fær Grindavík í heimsókn. Seinni tveir leikir átta liða úrslita karla eru svo á dagskrá á morgun mánudag, en þá fær KR lið Breiðabliks í heimsókn og Valur og Keflavík eigast við í N1 höllinni.

Hjá konum voru fyrstu þrír leikir átta liða úrslita á dagskrá í gær, en þar tryggðu Keflavík, Grindavík og Tindastóll sig áfram í undanúrslitin. Lokaviðureign átta liða úrslita sem á dagskrá er í dag er viðureign Ármanns og Hamars/Þórs í Laugardalshöllinni.

Leikir dagsins

VÍS bikar karla – 8 liða úrslit

Snæfell Tindastóll – kl. 16:00

Stjarnan Grindavík – kl. 19:30

VÍS bikar kvenna – 8 liða úrslit

Ármann Hamar/Þór – kl. 18:00

Fréttir
- Auglýsing -