spot_img
HomeFréttirÞrír leikir á dagskrá átta liða úrslita í kvöld - Eru ríkjandi...

Þrír leikir á dagskrá átta liða úrslita í kvöld – Eru ríkjandi Íslandsmeistarar á leiðinni í sumarfrí?

Þrír leikir fara fram í kvöld í átta liða úrslitum Subway deildar karla og kvenna.

Í Subway deild kvenna taka Íslandsmeistarar Vals á móti Njarðvík í fjórða leik liðanna. Staðan fyrir leik kvöldsins 2-1 Njarðvík í vil og geta þær því mögulega slegið ríkjandi Íslandsmeistara út með sigri.

Tölfræði leiks

Í Subway deild karla tekur Grindavík á móti Tindastóli í Smáranum, en líkt og kvennalið Njarðvíkur eiga þeir möguleika á að slá út ríkjandi Íslandsmeistara karla með sigri í kvöld. Í seinni leik kvöldsins tekur Keflavík svo á móti Álftanesi.

Tölfræði leikja

Leikir dagsins

Subway deild kvenna – 8 liða úrslit

Valur Njarðvík – kl. 17:00

Njarðvík leiðir 2-1

Subway deild karla – 8 liða úrslit

Grindavík Tindastóll – kl. 19:00

Grindavík leiðir 2-0

Keflavík Álftanes – kl. 19:30

Einvígið er jafnt 1-1

Fréttir
- Auglýsing -