Sundsvall Dragons unnu í kvöld sinn þriðja deildarsigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti LF Basket á heimavelli. Lokatölur 88-83 Sundsvall í vil.
Jakob Örn Sigurðarson var atkvæðamestur í liði Sundsvall í kvöld með 22 stig og 4 fráköst. Hlynur Bæringsson bætti við 14 stigum og þá komst Ægir Þór Steinarsson ekki á blað í stigaskorinu en var næstfrákastahæsti maður vallarins með 7 fráköst!



