spot_img
HomeFréttirÞrír í röð hjá Hamri

Þrír í röð hjá Hamri

Á Hlíðarenda héldu Hamarmenn í einvígi gegn liði Vals í kvöld. Valsmenn fyrir leikinn héldu í þá von um að ná efsta sæti deildarinnar en sú von varð veik eftir kvöldið. Valsmenn voru með 30 stig fyrir leikinn í þriðja sætinu en gátu með sigri jafnað lið Fjölnis, en þó búnir að leika einum leik minna. Hamarmenn með 18 stig í 5 sætinu.

 

Leikurinn fór fjörlega af stað og leiddu Hamarsmenn eftir 6 mín 14-15, þá tóku heimamenn áhlaup og staðan 23-15 heimamönnum í vil eftir fyrsta fjórðung.Valsmenn leiddu svo allan annan leikhlutann, en með góðum loka mínútum Hamars var munurinn þó aðeins tvö stig 44-42.

 

Valsmenn náðu svo að slíta sig aðeins frá gestunum og komust mest tíu stigum yfir 65-55. Hamarmenn lögðu þó ekki árar í bát og minnkuðu muninn aftur niður í 5 stig 67-62 eftir þrjá fjórðunga.

 

Fjórði leikhlutinn og þá er að duga eða drepast. Hamarmenn komu sterkari til leiks og náðu að leiða með 6 mín eftir 71-73, Valsmenn svöruðu 79-76. En næstu 5 stig voru frá Hvergerðingum og 79-81 staðan og ekki nema rétt rúmar tvær mínútur eftir. Valsmenn virtust hinsvegar ætla hirða stigin tvö því þeir svöruðu með tveimur þriggja stiga körfum og leiddu 85-81 þegar 40 sekúndur lifðu leiks. Hilmar Pétursson sýndi hvers hann var megnugur þegar hann minnkaði muninn í næstu sókn í eitt stig. Chris Woods skoraði síðan úr sniðskoti í næstu sókn og skyndilega Hamar í forustu 85-86 og 10 sek eftir. Valsmenn héldu í sókn og uppskáru tvö vítaskot með 5 sekúndur eftir. Það síðara geigaði og því þurfti að framlengja leikinn.

 

Í framlengingunni reyndust Hamarsmenn sterkari og fóru þeir heim með tvö stig í pokanum 96-98 lokatölur.

 

Chris Woods var í tröllaham í kvöld með algera töllatvennu 36 stig og 24 fráköst. Erlendur kom síðan með 25 stig, 5 stoð, og 5 fráköst, aðrir: Hilmar 19 stig, Oddur 9 stig, Rúnar 5 stig og 7 stoð, Smári 3 stig og Örn 2 stig.

 

Með sigrinum er 5 sætið nánast tryggt en Hamarliðið þarf að tapa öllum leikjum sínum sem eftir eru og FSu eða Vestri að vinna alla sína.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn 

 

Umfjöllun / Ívar Örn Guðjónsson

 

Mynd / Torfi Magnússon

 

Fréttir
- Auglýsing -