spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaÞrír frá Skallagrím til Ármanns

Þrír frá Skallagrím til Ármanns

Ármenningar halda áfram að bæta við sig leikmönnum fyrir komandi átök í 2. deild karla. Í dag var tilkynnt að þrír leikmenn frá Skallagrím hafi ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Ármann. Það eru þeir Kristófer Gíslason, Guðbjartur Máni Gíslason og Gunnar Örn Ómarsson sem léku með liðinu í æfingaleik gegn Álftanesi á dögunum.

Tilkynningu Ármanns má finna hér að neðan:

Ármann hefur náð samkomulagi við þrjá öfluga leikmenn um að leika með liðinu í 2. deildinni í vetur. Þeir Kristófer Már Gíslason, Guðbjartur Máni Gíslason og Gunnar Örn Ómarsson sem allir koma frá Skallagrím þar sem þeir eru uppaldir.

Kristófer Már er 24 ára vængmaður sem leikið hefur stórt hlutverk í liði Skallagríms í báðum efstu deildum auk þess sem hann lék eitt tímabil með Hamri. Á síðustu leiktíð var hann með 10,2 stig, 4,8 fráköst og 39% þriggja stiga nýtingu að meðaltali í leik fyrir Skallagrím í 1. deild karla.

Guðbjartur Máni er 23. ára miðherji sem leikið hefur með Skallagrím og ÍA á ferlinum.

Gunnar Örn er 19 ára framherji sem leikið hefur með Skallagrím allan sinn feril. Auk þess lék hann eitt ár í Danmörku undir stjórn Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands og var á vennslasamningi hjá ÍA á síðustu leiktíð.

Það er engin vafi á að þessir þrír Borgnesingar styrkja lið Ármenninga fyrir komandi leiktíð og mikil gleði að þeir taki slaginn með Ármanni á komandi leiktíð.

Það styttist í að tímabilið hefjist en fyrsti leikur tímabilsins er þann 24. september næstkomandi. Fleiri fregnir af leikmannamálum eru væntanlegar á næstu dögum.

Fréttir
- Auglýsing -