spot_img
HomeFréttirÞriggjastiga göngu Kyle Korver lokið

Þriggjastiga göngu Kyle Korver lokið

Kyle Korver tókst ekki að skora úr þriggjastiga skoti í nótt í tapi Atlanta Hawks gegn Portland Trailblazers og markaði það þar með enda á slíkum gjörning í 127 leikjum í röð.
 
Korver þarf þó ekki að vera leiður yfir því þar sem að hann margbætti fyrrum metið, sem Dana Barros átti, sem var 89 leikir í röð. Ansi hreint magnaður árangur það.
 
Met Dana Barros stóð yfir eins og áður sagði í 89 leiki á 383 dögum. Met Korver var 38 leikjum betra, eða 127, á 486 dögum.
 
Þess má geta að met Barros þótti gríðarlega gott þegar hann setti það á sínum tíma þar sem að hann bætti met Michael Adams (79) um tíu leiki.
 
Metið í dag yfir flesta leiki í röð með einn eða fleiri settum þristum á Stephen Curry og stendur það í 50 leikjum og er Curry aðeins þremur leikjum frá því að toppa eigin árangur með 52 leikjum í röð.
 
Til að benda á hversu erfitt það er að skora þriggja stiga körfu í svona mörgum leikjum í röð þá hefur Ray Allen, bestu þriggjastigaskyttu allra tíma í NBA, aðeins tekist að skora í 47 leikjum í röð.
Fréttir
- Auglýsing -