Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Í dag mátti liðið þola þriggja stiga tap gegn Króatíu í átta liða úrslitum keppninnar, 81-78. Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Kolbrún María Ármannsdóttir með 13 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar, Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 10 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 stolna bolta, Hulda Agnarsdóttir með 12 stig, 4 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolta, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir með 14 stig, 4 fráköst 3 stolna bolta og Hanna Halldórsdóttir með 11 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
Tap í dag þýðir að næst leikur liðið um sæti 5 til 8 á mótinu, en í því umspili leikur liðið gegn Hollandi á morgun laugardag 12. júlí.



