Heimakonur í Tindastól lögðu Stjörnuna í Síkinu í kvöld í annarri umferð Bónus deildar kvenna, 95-92.
Sigurinn var sá fyrsti fyrir Tindastól á tímabilinu og eru þær nú með einn sigur og eitt tap á meðan Stjarnan hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Stjarnan var mun betri aðilinn í leik kvöldsins lengi vel framan af, en mest leiddu þær með 16 stigum í fyrri hálfleiknum. Heimakonur í Tindastóli ná að snúa því sér í vil þegar líða tekur á seinni hálfleikinn og er leikurinn mjög spennandi á lokamínútunum. Segja má að Marta Hermida hafi verið betri en engin fyrir Tindastól á lokamínútunum, en hún skoraði síðustu átta stig Tindastóls í leiknum og tryggði þeim að lokum sterkan þriggja stiga sigur, 95-92.
Stigahæst fyrir Stjörnuna í leiknum var Diljá Ögn Lárusdóttir með 20 stig og Eva Wium Elíasdóttir henni næst með 19 stig.
Fyrir Tindastól var stigahæst áðurnefnd Marta Hermida með 49 stig og við það bætti Madison Sutton 24 stigum.



