Höttur tóku á móti Selfossi þann 6. nóvember, leikurinn endaði 85-82 Hattarmanna í hag. Úrslitin þýða það að Höttur eru komnir upp í 3. sæti deildarinnar meðan Selfyssingar sitja í því 5.
Höttur byrjuðu leikinn sterkt og voru komnir með 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Selfyssingar minnkuðu muninn niður í 8 stig og þegar liðin fóru í hálfleik var staðan orðinn 47-39. Selfoss komu vel gíraðir úr klefanum eftir hálfleik og jöfnuðu metin 61-61. Fyrir 4. leikhluta tók Viðar sína menn til og kláruðu þeir leikinn á endanum 85-82. Selfoss fengu þó gal opið 3. stiga skot til að senda leikinn í framlengingu sem þeir klúðruðu.
Höttur vann þennan leik svolítið á vítalínunni þar sem Höttur fóru 30 sinnum á línuna og skoruðu þar 25 stig, meðan Selfoss fóru aðeins 19 sinnum á línuna og skoruðu þar 13 stig.
Í liði Hattar var Deontaye Buskey bestur hann spilaði 33 mínútur og var með 17 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og stal boltanum 3. sinnum.
í liði Selfoss var Kristijan Vladovic bestur hann spilaði 29 mínútur og var með 26 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar og stal boltanum 4. sinnum.
Úrslit leiksins þýða það að Selfoss sýna það að þeir geta keppt við liðin í topp barráttu og að Höttur heldur Haukum og Breiðablik á tánum um að komast á topp 1. deildarinnar.
Höttur heldur sér á landsbyggðinni ef landsbyggð má kalla og fara á Akureyri þar sem þeir mæta Þór 13. Nóvember. Selfoss á leik gegn Skallagrím 14. Nóvember.
Umfjöllun / Sigurður Atli



