06:00
{mosimage}
(Þriggja-stiga skyttan Sigurður Þorvaldsson þarf að færa sig fjær línunni í framtíðinni)
Stjórn FIBA þingaði um helgina í Peking í Kína þar sem margt var rætt. Meðal þess sem var á dagskrá eru reglubreytingar fyrir næstu ár en þær eru töluverðar og færa reglur leiksins nær þeim sem eru í NBA. Meðal þess sem á að breyta er lengdin á þriggja-stiga línunni og verður hún færð út um hálfan meter. Er nú 6,25 metrar en verður 6,75 metrar eftir breytingu árið 2012.
Reglurnar munu taka breytingum á næstu árum en eina breytingu mega íslenskir körfuknattleiksleikmenn og aðdáendur sjá strax í haust er sú að nú má skutla sér á eftir boltanum án þess að fá dæmd á sig skref.
Lárus Ingi Magnússon, formaður körfuknattleiksdómarafélags Íslands, sagði við Karfan.is að þessar nýju reglur verða kynntar á ársþingi dómara þann 29. maí. Hann sagði einnig að með reglubreytingum fylgi ávallt tilmæli hvernig eigi að túlka reglurnar og því mega körfuknattleiksunnendur eiga von á nokkrum nýjum áherslum á næsta vetri.
Hægt er að lesa um breytingarnar hér en þær eiga að taka gildi 2008, 2010 og 2012.
Mynd: [email protected]



