spot_img
HomeFréttirÞriggja leikja törn hjá TCU á Jómfrúareyjum

Þriggja leikja törn hjá TCU á Jómfrúareyjum

Helena Sverrisdóttir er nú stödd á Jómfrúareyjum ásamt bandaríska háskólaliðinu TCU en frá og með kvöldinu í kvöld mun liðið leika þrjá leiki á jafn mörgum dögum og hefst hasarinn gegn West Virginia skólanum í nótt.
Mótið á Jómfrúareyjum er hraðmót og heitir Paradise Jam og er nú haldið í ellefta sinn. TCU þykir líklegt til afreka á mótinu enda á meðal sterkustu háskólaliða Bandaríkjanna. Mótið er þó enginn hægðarleikur enda er leikurinn í nótt á móti gríðarlega sterku liði West Virginia sem er í 10. sæti yfir sterkustu skólalið landsins!
 
Fréttir
- Auglýsing -