spot_img
HomeFréttirÞriggja dómarakerfi í Dominosdeild karla

Þriggja dómarakerfi í Dominosdeild karla

 KKÍ sendi út tilkynningu í gær þess efnis að ákveðið hefði verið að á komandi tímabili mun þriggjadómarakerfið verða tekið upp í Dominos deild karla.  Kerfið hefur hingað til verið til "prufu" í hinum ýmsu keppnum eins og bikarkeppnum.  Í flestum öðrum þjóðum er nú þegar búið að taka upp þetta kerfi. 
 Í tilkynningunni segir að Ísland hafi verið á eftir nágrannalöndum sínum í að taka upp kerfið og að síðastliðnar vikur hafi farið í það að skoða þessi mál frá öllum hliðum og eftir umsögn dómaranefndar þá hafi þetta verið ákveðið. 
 
Karfan.is hefur heyrt í nokkrum aðilum deilda og hafa viðbrögðin verið misjöfn. Á meðan einhverjir fagna þessari ákvörðun þá eru fleiri sem hafa aðrir áhyggjur af fjárhag deildanna sem nú þegar er sniðin afar þröngur stakkur þar sem að dómarakostnaður hækkar nú um þriðjung á hvern leik. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -