spot_img
HomeFréttirÞriðji sigur TCU í röð

Þriðji sigur TCU í röð

 
Leiktíðin hefst vel hjá Helenu Sverrisdóttur og TCU í bandarísku háskóladeildinni en í nótt vann TCU öruggan sigur á móti UTSA á útivelli. Lokatölur leiksins voru 59-83 fyrir TCU þar sem Helena skoraði 18 stig.
Helena var einnig með 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Emily Carter var stigahæst í liði TCU með 22 stig. Sigur TCU var aldrei í hættu í nótt og var þetta í þriðja sinn sem TCU byrjar leiktíð 3-0 undir stjórn Jeff Mittie.
 
Þá verður María Ben Erlingsdóttir í eldlínunni í kvöld þegar UTPA tekur á móti Texas A&M – Corpus Christi en UTPA hefur einnig farið vel af stað og unnið tvo fyrstu leiki sína. Í fyrsta leiknum skoraði María 7 stig en tölfræðina vantar úr seinni leiknum.
 
Fréttir
- Auglýsing -