Keflavík lagði Grindavík í HS orku höllinni í kvöld í 9. umferð Bónus deildar kvenna, 95-103.
Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 12 í 3. til 5. sæti deildarinnar ásamt KR.
Segja má að Keflavík hafi leitt nánast allan leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur leiksins var þó nokkuð jafn, þar sem eftir fyrsta fjórðung leiddi Keflavík með einu stigi og með aðeins fjórum stigum í hálfleik.
Í upphafi seinni hálfleiksins nær Keflavík svo aðeins að slíta sig frá heimakonum og eru þær komnar með þægilega fjórtán stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða gerir Keflavík svo vel að verjast áhlaupum heimakvenna. Minnst fer munurinn niður í fimm stig í fjórðungnum, en að lokum er sigur Keflavíkur nokkuð öruggur, 95-103.
Stigahæstar fyrir Keflavík í leiknum voru Keishana Washington með 26 stig og Sara Rún Hinriksdóttir með 22 stig.
Fyrir Grindavík var stigahæst Farhiya Abdi með 27 stig og Ellen Nystrom bætti við 26 stigum.
Grindavík: Farhiya Abdi 27/11 fráköst, Ellen Nystrom 26/5 fráköst, Abby Claire Beeman 23/6 fráköst/14 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 7, Ólöf María Bergvinsdóttir 6, Þórey Tea Þorleifsdóttir 4/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0.
Keflavík: Keishana Washington 26/10 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 14, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/8 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 7, Sofie Tryggedsson Preetzmann 5/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Eva Kristín Karlsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0.



