spot_img
HomeFréttirÞriðji sigur Hauka í röð(Umfjöllun)

Þriðji sigur Hauka í röð(Umfjöllun)

23:57

{mosimage}

Haukar skelltu sér í fjórða sætið í 1. deild karla í kvöld þegar þeir unnu Þrótt Vogum á Ásvöllum í hörkuleik 77-73. Haukar höfðu frumkvæðið mest allan leikinn en Þróttarar voru aldrei langt undan og fengu tækifæri í endann til að jafna leikinn og knýja fram framlengingu.

Það voru Haukar sem hófu leikinn betur og skoruðu fyrstu fimm stig leiksins. Þróttarar náðu að jafna 5-5 og komast yfir 10-11. En þá kom góður kafli hjá Haukum og þeir komust í 16-11 og 23-13 og höfðu sjö stiga forystu eftir 1. leikhluta 27-20.

Þróttar skoruðu fyrstu körfu 2. leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig. Haukar héldu forystunni í nokkrum stigum næstu mínúturnar en þá komu nokkrar góðar sóknir hjá Þrótti og þeir minnkuðu muninn í 1 stig, 30-29. Liðin skiptust á körfum næstu mínútur en Haukar voru sterkari á endasprett fyrri hálfleiks og höfðu sex stiga forystu í hálfleik 46-40.

{mosimage}

Leikurinn var í járnum allan þriðja leikhluta. Þróttarar fóru að beita svæðisvörn sem gekk ágætlega og munurinn var aðeins tvö stig þangað til 30 sekúndur voru eftir 57-55. En þá kom hinn ungi Haukur Óskarsson inn á hjá Haukum og skoraði síðustu fimm stig leiksins og breytti stöðunni í 62-55 og Haukar voru með sjö stiga forskot eftir þrjá leikhluta.

Lokaleikhlutinn var afar spennandi og hinn ungi Haukur hélt áfram að dæla þriggja-stiga skotum yfir Þróttara en þrátt fyrir það hélst munurinn ávallt í nokkrum stigum. Haukar höfðu sex stiga forystu þegar skammt var til leiksloka og allt leit út fyrir að Haukar myndu landa sigri. En þá skoraði Ásgeir Guðbjartsson þriggja-stiga fyrir Þrótt og minnkaði muninn í þrjú stig, 76-73 og aðeins 40 sekúndur eftir. Haukar tóku innkast og Þróttur pressaði. Marel Guðlaugsson missti boltann út af og Þróttur fékk innkast á besta stað og nóg eftir á klukkunni. En sókn Þróttara klikkaði og þeir tóku örþrifafullt þriggja-stiga skot. Haukar náðu frákastinu og héldu boltanum þangað til Þróttarar brutu. Haukar enduðu á línunni og Elvar S. Traustason skoraði úr öðru víti sínu og innsiglaði sigur Hauka 77-73.

{mosimage}

Besti maður vallarins var Haukur Óskarsson í Haukum en þessi 16 ára piltur skoraði 17 stig og var mjög ógnandi í sókninni allan leikinn. Sigurður Einarsson skoraði 14 stig og tvisvar sinnum skoraði hann fjögur stig í sókn. Skoraði þrist og fékk víti að auki sem hann setti ofan í. Leikstjórnandinn Óskar Magnússon átti einnig góðan dag en hann skoraði 12 stig stal fimm boltum og var með engan tapaðan.

Hjá Þrótti var Ragnar Skúlason stigahæstur með 17 stig en hann átti mjög vel úr þriggja-stiga skotum. Ásgeir Guðbjartsson og Grétar Garðarsson áttu einnig fína spretti en þeir skoruðu 15 og 14 stig. Þróttarar spiluðu vel í leiknum og munaði ekki miklu að þeir næðu að stela sigrinum því þeir gáfust aldrei upp og með smá heppni hefði sigurinn verið þeirra.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

frétt og myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -