spot_img
HomeFréttirÞriðji leikurinn í Röstinni í kvöld

Þriðji leikurinn í Röstinni í kvöld

Í kvöld mætast Grindavík og Njarðvík í sínum þriðja undanúrslitaleik í Domino´s deild karla. Viðureign liðanna hefst kl. 20:00 í Röstinni í Grindavík. Staðan í einvíginu er 1-1 en liðin hafa bæði nælt sér í sigur á útivelli.
 
 
Njarðvíkingar lokuðu á Íslands- og bikarmeistarana í fjórða leikhluta í fyrsta leiknum en í öðrum leiknum var það funheitur Clinch og baráttan í Sigga Þorsteins og Ómari Sævars sem skilaði öruggum sigri Grindvíkinga. Hvað verður uppi á teningnum í kvöld?
  
Fréttir
- Auglýsing -