spot_img
HomeFréttirÞriðji leikurinn í DHL-Höllinni í kvöld

Þriðji leikurinn í DHL-Höllinni í kvöld

Í kvöld mætast KR og Grindavík í sínum þriðja úrslitaleik í Domino´s deild karla. Staðan í einvíginu er 1-1. Viðureignin hefst kl. 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
 
 
KR vann fyrsta leikinn í úrslitunum 93-84 en Grindvíkingar jöfnuðu metin í Röstinni með 79-76 sigri í háspennuslag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en Grindvíkingar eru á höttunum eftir sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð. Takist þeim ætlunarverk sitt verða þeir aðeins fimmta félagið á Íslandi sem tekst að vinna þann stóra þrjú ár í röð en til þessa eru það aðeins ÍR, KR, Njarðvík og Keflavík sem hafa unnið það afrek.
 
KR hefur fjórum sinnum frá árinu 2000 verið í lokaúrslitum og alltaf haft sigur þessi fjögur skipti, verður þetta einvígi þeirra fimmti sigur í lokaúrslitum frá 2000?
 
Ráðlegt er að fólk mæti snemma í DHL-Höllina í kvöld enda von á fjölmenni. Vesturbæingar munu tendra grillin kl. 17:30.
  
Fréttir
- Auglýsing -