spot_img
HomeFréttirÞriðji leikhluti vandamál í herbúðum Grindavíkur?

Þriðji leikhluti vandamál í herbúðum Grindavíkur?

Í kvöld fer fram þriðja viðureign Grindavíkur og KR í undanúrslitum Domino´s deildar karla. KR jafnaði einvígið 1-1 með sterkum sigri í DHL Höllinni. Ef rýnt er eldsnöggt í fyrstu tvo leikina þá virðist þriðji leikhluti vera Grindvíkingum þungur.
 
Grindavík leiddi 50-34 í hálfleik í fyrsta leiknum, héldu KR í 10 stigum í fyrsta leikhluta, hleyptu svo á sig 24 stigum í öðrum leikhluta og heilum 33 stigum í þriðja leikhluta sem KR vann 24-33 og börðu sér leið aftur inn í leikinn. Grindavík kláraði þó verkefnið og tók 1-0 forystu með naumum 95-87 sigri.
 
Í öðrum leiknum í vesturbænum leiddi KR 38-26 í hálfleik og juku svo við forystuna með því að vinna þriðja leikhluta 24-15. Grindvíkingar komust ekki í gang fyrr en í fjórða leikhluta en það var bara allt of seint og þrátt fyrir að þeir hefðu gert 31 stig í leikhlutanum urðu lokatölur 90-72 KR í vil og næststærsti ósigur Grindavíkur á leiktíðinni kominn í hús.
 
Ógerningur er að skella skuldinni á þriðja leikhlutann hjá Grindavík í leik tvö en liðið hefur í fyrstu tveimur leikjunum ekki náð sér á strik þessar mínútur leiksins. KR hefur að sama skapi skorað 57 stig gegn 39 hjá Grindavík í þriðja leikhluta í leikjunum tveimur.
 
Ráðglegt er að mæta tímanlega í Röstina í kvöld enda von á fjölmenni og verður fróðlegt að sjá hvernig ríkjandi meistarar munu koma stemmdir til leiks eftir skell í DHL Höllinni.
 
Mynd/ [email protected] – Hinn 16 ára gamli Jón Axel Guðmundsson hefur gert samtals sex stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum. 
Fréttir
- Auglýsing -