spot_img
HomeFréttirÞriðji landsleikur Íslands og Serbíu

Þriðji landsleikur Íslands og Serbíu

Í dag mættust Ísland og Serbía í þriðja sinn í körfuknattleikssögu þjóðanna. Í öll þrjú skiptin hafa Serbar farið með sigur af hólmi en þeir eru ein allra fremsta körfuknattleiksþjóð heimsins.

Eins og áður hefur komið fram vann Serbía nokkuð öruggan 64-93 sigur á Íslandi í dag en fyrsti landsleikur þjóðanna var árið 2012 í undankeppni EM og þá höfðu Serbar 78-91 sigur í Laugardalshöll.

Annar leikurinn fór fram í Nis í Serbíu þar sem okkar menn sáu aldrei til sólar og urðu að fella sig við 56 stiga ósigur, 114-58. Í dag var það svo 29 stiga ósigur í lokakeppni EuroBasket. 

Serbar hafa ekki komist á pall síðustu tvö EuroBasket en 2013 höfnuðu þeir í 7. sæti og 2011 í því áttunda. Árið 2009 lentu Serbar í 2. sæti eftir 85-63 ósigur gegn Spáni í úrslitum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -