Haukar og Snæfell mætast í sínum þriðja leik í úrslitum Domino´s-deildar kvenna í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir sinn hvorn heimasigur liðanna.
Mikið hefur farið fyrir fjarveru Helenu Sverrisdóttur sem meiddist í síðari háflleik á fyrsta leik og lék ekki með í öðrum leiknum. Í gær sagði hún við Karfan.is að hún verði aldrei 100% heil á svo skömmum tíma en verið væri að vinna í því að ná henni nægilega góðri til að spila með í kvöld.
Leikir dagsins
21-04-2016 15:00 | Unglingaflokkur karla | Grindavík ungl. fl. dr. | Stjarnan ungl. fl. dr. | Mustad höllin | |
21-04-2016 19:00 | Drengjaflokkur | ÍR dr. fl. | Njarðvík dr. fl. | Hertz Hellirinn – Seljaskóli | |
21-04-2016 19:15 | Úrvalsdeild kvenna | Haukar | Snæfell | Schenkerhöllin |
Mynd/ Axel Finnur