spot_img
HomeFréttirÞriðja umferð hefst í Domino´s deild kvenna og önnur umferðin hjá körlunum

Þriðja umferð hefst í Domino´s deild kvenna og önnur umferðin hjá körlunum

Í kvöld eru fimm úrvalsleikir í boði í Domino´s deildunum þegar þriðja umferðin í Domino´s deild kvenna rúllar af stað og önnur umferðin í karlaboltanum með einum leik.
Í karlaboltanum eigast við KFÍ og Fjölnir kl. 19:15 í Jakanum á Ísafirði en bæði lið sóttu tvö stig í fyrstu umferðinni þegar KFÍ vann Skallagrím í framlengdum spennuslag og Fjölnir lagði KR í Dalhúsum með þriggja stiga mun.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna – þriðja umferð, allir leikir hefjast kl. 19:15.
 
Grindavík-Njarðvík
Haukar-Snæfell
Fjölnir-Valur
KR-Keflavík
  
Fréttir
- Auglýsing -