Ríkjandi meistarar Grindavíkur heimsóttu sögubækurnar í gærkvöldi því í fyrsta sinn síðan 28. september 2000 tapa ríkjandi Íslandsmeistarar fyrsta leik á tímabilinu eftir titilinn. Grindavík steinlá heima í gærkvöldi þegar KR skellti þeim 74-94.
KR var einmitt það lið sem síðast varð meistari sem svo tapaði fyrsta deildarleik tímabilið á eftir. KR varð meistari tímabilið 1999-2000 og haustið 2000 eða þann 28. september 2000 mættu meistararnir í Austurberg og lutu í gólf 101-90 gegn ÍR í Austurbergi. Í þeim leik var Cedrick nokkur Holmes með 30 stig og 17 fráköst hjá ÍR og eilífðarvélin Eiríkur Önundarson bætti við 25 stigum og 13 stoðsendingum. Hjá KR í þessum leik árið 2000 var Jón Arnór Stefánsson 18 ára gamall með 23 stig.
Mynd/ [email protected]



