spot_img
HomeFréttirÞrennuvaktin *** UPPFÆRT ***

Þrennuvaktin *** UPPFÆRT ***

Það er nákvæmlega engin slökun á þrennuvaktinni því þessi drengir í Dominosdeild karla halda áfram að hlaða inn þrennum eins og enginn sé morgundagurinn. Emil Barja og Haukar tóku á móti Njarðvíkingum á Ásvöllum í kvöld og gerði strákurinn sér lítið fyrir og setti 13 stig, reif niður 18 fráköst (þar af 8 í sókn) og gaf 11 stoðsendingar. Þar að auki bætti hann við 3 stolnum boltum og einu vörðu skoti.
 
Pavel Ermolinskij leiðir ennþá deildina með fjórar þrennur, Emil Barja í öðru sæti með þrjár, Matthías Orri er með tvær og Raggi Nat, Jason Smith og Benjamin Curtis Smith reka lestina með eina hvor.
 
11/10/2013 – Emil Barja, Haukar – 11 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
24/10/2013 – Pavel Ermolinskij, KR – 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
30/10/2013 – Emil Barja, Haukar – 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
07/11/2013 – Matthías Orri Sigurðarson, ÍR – 22 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
14/11/2013 – Ragnar Nathanaelsson, Þór Þ. – 14 stig, 10 fráköst og 10 varin skot – Tap
17/11/2013 – Matthías Orri Sigurðarson, ÍR – 17 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Tap
28/11/2013 – Pavel Ermolinskij, KR – 11 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
09/12/2013 – Jason Smith, KFÍ – 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Tap
23/01/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
31/02/2014 – Benjamin Curtis Smith, Skallagrímur – 14 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar – Tap
07/02/2014 – Pavel Ermolinskij,  KR – 13 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
21/02/2014 – Emil Barja, Haukar – 13 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
 
*** UPPFÆRT 22/2/2014 kl. 10:36 – Framhjá okkur fór þrennan sem Benjamin Curtis Smith setti á KFÍ 31. janúar sl. Endilega bendið okkur á svona vitleysur þegar þær koma upp. ***
Fréttir
- Auglýsing -