Pavel Ermolinskij setti upp sína aðra þrennu í vetur og þá fyrstu í Dominosdeildinni. Ofurþrenna af stærri gerðinni eða 18 stig, 13 fráköst og 17 stoðsendingar. Tobin Carberry var einnig drjúgur í sigri Hattar á Hamri í gærkvöldi og setti 24 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar á þá. Fjórar þrennur og tímabilið rétt að hefjast. Þetta er veisla.
Svona stendur þá þrennuvaktin á yfirstandandi leiktíð:
Meistari meistaranna karla:
05/10/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
Dominosdeild karla:
06/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 18 stig, 13 fráköst og 17 stoðsendingar – Sigur
1. deild karla:
07/11/2014 – Tobin Carberry, Höttur – 24 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
Dominosdeild kvenna:
15/10/2014 – Arielle Wideman, Breiðablik – 17 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
Þrennukóngar, -drottningar ársins:
Pavel Ermolinskij, KR – 2
Arielle Wideman, Breiðablik – 1
Tobin Carberry, Höttur – 1



