spot_img
HomeFréttirÞrennuvaktin: Þrennudúett í Borgarnesi

Þrennuvaktin: Þrennudúett í Borgarnesi

Þrennuvaktin hefur lítið látið á sér kræla hér á Karfan.is undanfarið en það þýðir ekki að leikmenn deildarinnar hætti að hlaða í glóðvolgar slíkar á kantinum.

 

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Tavelyn Tillman, báðar leikmenn Skallagríms, gerðu sér lítið fyrir og hentu báðar upp þrennu í síðasta leik gegn Grindavík í vikunni. Tillman með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar en Sigrún Sjöfn með 24 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Ekki amarleg frammistaða þar.

 

Karfan.is hefur ákveðið að birta allar þreföldu tvennur eða þrennur eða hvað sem þið viljið kalla þær – frá því vefurinn hóf að halda utan um þær – á sérstakri síðu sem tileinkuð verður þeim. Þar er að finna allar þrennur úrvalsdeild og 1. deilda karla og kvenna aftur til tímabilsins 2014-2015 og einnig metþrennutímabilið 2013-2014 en  það árið var aðeins haldið utan um úrvalsdeild karla.

 

Tengill á þrennuvaktina er að finna hér fyrir neðan en einnig verður í framtíðinni hægt að finna hana undir "Stuff" efst á heimasíðunni:
Þrennuvaktin á Karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -