Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt en boðið var upp á stórslag þegar Indiana tók á móti Oklahoma í Bankers Life Fieldhouse í Indianapolis. Kevin Durant splæsti í 38 stiga leik en það dugði ekki til, sex liðsmenn Indiana gerðu 10 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var David West með 21 stig. Lokatölur 102-97 fyrir Pacers. Lance Stephenson landaði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu með 17 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í liði Indiana en hann er sá leikmaður sem hefur gert flestar þrennur í deildinni þetta tímabilið.
Þá eru fleiri tíðindi að vestan því fyrrum skotbakvörðurinn og Pistons goðsögnin Joe Dumars verður ekki endurráðinn sem „president of basketball operations“ hjá félaginu. Félagið hefur ekkert gefið enn frá sér um málið en NBA.com hefur birt þessa frétt og þar segir að Dumars verði áfram hjá klúbbnum en í ráðgjafastöðu.
Topp 10 tilþrif næturinnar:
Úrslit næturinnar:
FINAL
1:00 PM ET
OKC
![]()
97
IND
![]()
102
W
| Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
|---|---|---|---|---|---|
| OKC | 21 | 24 | 21 | 31 | 97 |
|
|
|
|
|
||
| IND | 22 | 25 | 27 | 28 | 102 |
| OKC | IND | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Durant | 38 | West | 21 |
| R | Westbrook | 9 | George | 12 |
| A | Westbrook | 7 | Stephenson | 11 |





