spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórveldið jafnaði einvígið gegn nöfnum sínum úr Þorlákshöfn

Þórveldið jafnaði einvígið gegn nöfnum sínum úr Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn heimsótti nafna sína Þór Akureyri í kvöld í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla. Heimamenn jöfnuðu einvigið með góðum sigri 93-79

Gangur leiksins

Það var mikill skjálfti í báðum liðum í upphafi leiks. Köstuðu boltanum auðveldlega frá sér og klikkuðu á auvðeldum sniðskotum. Gestirnir náðu örlitlum takti undir lok leikhlutans og voru að honum loknum með þriggja stiga forystu 16-19. Guy Landry Edi varði skot glæsilega og fékk tvö vítaskot í kjölfarið í næstu sókn og kveikti í heimamönnum, kom þeim í 26-23. Heimamenn náðu góðum tökum á leiknum þá og voru yfir í hálfleik 48-43.

Gestunum gekk afar illa að setja skotin sín niður en þeir hittu einungis úr tveimur af fjórtan tilraunum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Gestirnir héldu áfram að taka þriggja stiga skotin án árangurs í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið og voru búnir að bæta forskotið í 61-49 um miðjan þriðja leikhluta. Akureyrar Þórsarar voru beinskeittir í sóknarleik sínum áfram og að lokum þriðja leikhluta var staðan orðin 72-57 heimamönnum í vil.
Þorlákshafnar Þórsarar spiluðu gríðarlega góðan varnarleik í fjórðaleikhluta. Skotklukka Akureyrar Þórsara rann þrisvar út en gestirnir náðu ekki að nýta sér það og leikar enduðu með sigri heimamanna 93-79

Atkvæðamestir

Srdan Stojanovic var stigahæstur heimamanna með 21 stig. Dedrick Basile skilaði 17 stigum og gaf 8 stoðsendingar og Ivan Aurrecoechea skoraði 17 stig og tók 12 fráköst.

Í liði gestanna var Callum Lawson með 21 stig og 13 fráköst. Þá voru Larry Thomas og Styrmir Snær með 20 stig hvor ásamt því tók Styrmir 9 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Palli Jóh)

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór

Fréttir
- Auglýsing -