spot_img
HomeFréttirÞórunn Bjarnadóttir til Hauka

Þórunn Bjarnadóttir til Hauka

Þórunn Bjarnadóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Hauka í Hafnarfirði og er hún því annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem kemur til Hauka en Gunnhildur Gunnarsdóttir gekk til lið við Hafnarfjarðarliðið fyrir skemmstu.
 
Þórunn spilaði lengi með liði ÍS sem lagði upp laupana og hefur spilað með liði Vals síðast liðin tvö ár. Valur féll í 1. deild kvenna á þessari leiktíð og var það fyrst og fremst ástæða þess að Þórunn ákvað að lýta í kringum sig.
„Ég er búin að vera með þessum hóp mjög lengi og ég er ekki tilbúin finnst mér að fara niður í 1. deildina og næsta skref fyrir mig var að finna eitthvað lið í úrvalsdeildinni” sagði Þórunn og segist hafa litið í vel í kringum sig en ákveðið að ganga til lið við Hauka á endanum.
 
„Ég velti öllu fyrir mér og hélt öllu opnu en mér lýst mjög vel á starfið hjá Haukum og fannst því eðlilegast að fara til þeirra.”
 
Haukar ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð og að sögn formanns Hauka og liggur það fyrir að fá hina geysi sterku Heather Ezell aftur til liðs við félagið. Heather var virkilega mikilvæg fyrir Hauka og var nánast með þrefalda tvennu að meðaltali í leik.
 
„Með þennan hóp og þær viðbætur sem hafa orðið á honum og tala nú ekki um ef að Heather kemur aftur eigum við að getað farið alla leið” segir Þórunn sem horfir einna mest til Íslandsmeistaratitilsins.
 
„Ég held að aðal einbeitingin verði á íslandsmeistaratitilinn. Bikarinn er allt önnur keppni og það eiga öll lið miklu meiri séns í bikarinn, það er aðeins öðru vísi. Ég vil bara stefna sem hæst og sérstaklega íslandsmeistaratitilinn það er hann sem mig vantar” segir Þórunn að lokum.
 
[email protected]

Mynd: Þórunn á samt Henning Henningssyni, þjálfara Hauka, og Samúel Guðmundssyni, formanni deildarinnar.

Sjá viðtal við Henning Henningsson á www.haukar.is

 
Fréttir
- Auglýsing -