Þorsteinn Már Ragnarsson var í lok síðasta árs útnefndur körfuboltamaður Þórs árið 2013 í kjörinu á íþróttamanni Ölfuss.
Þorsteinn Már Ragnarsson var valinn körfuboltamaður Þórs og var í kjörinu um íþróttamann Ölfuss. Hér fylgir umsögnin um Þorstein.
„Þorsteinn er efnilegur leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann leikur með mfl. Þórs og unglingaflokki. Hann var lykilmaður í unglingaflokki sem lék til úrslita í bikarkeppni KKÍ á móti Njarðvík síðastliðið vor og lentu í öðru sæti. Þorsteinn leikur einnig með úrvalsdeildarliði Þórs sem endaði í öðru sæti í deildarkeppninni á síðustu leiktíð og eru nú í 4. – 7. sæti.“
Halldór Garðar Hermannsson og Erlendur Ágúst Stefánsson fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í drengjalandsliðum Íslands á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í maí síðastliðnum.



