13:10
{mosimage}
(Þorsteinn á sínum tíma með Blikum gegn KFÍ)
Þorsteinn Gunnlaugsson hefur ákveðið að ganga til liðs við nýliða Breiðabliks í Iceland Express deild karla en hann hætti fyrir skemmstu hjá Skallagrím og hefur nú ákveðið að taka upp þráðinn með Blikum.
Þorsteinn æfði lítið eitt með Blikum í desembermánuði en er nú kominn á fullt með grænum sem vafalítið fagna endurkomu hans. Þorsteinn lék fimm leiki með Skallagrím í upphafi yfirstandandi tímabils og var þar með 17,2 stig að meðaltali í leik en ákvað að yfirgefa félagið engu að síður.
Einar Árni Jóhannsson þjálfari Blika sagði á heimasíðu félagsins að Þorsteinn myndi m.a. hjálpa til við að finna jafnvægi í sóknarleik liðsins. Sjá nánar um málið: http://breidablik.is/frett.php?id_frett=4782&b=1
Þá segir Blikasíðan einnig frá því að þeir Emil Jóhannsson og Hjalti Vilhjálmsson séu komnir á kreik en báðir hafa þeir verið að glíma við langvarnadi meiðsli.



