spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞórsarar lögðu Keflavík í síðasta leik deildarinnar

Þórsarar lögðu Keflavík í síðasta leik deildarinnar

Þór lagði Keflavík heima í Þorlákshöfn í kvöld í lokaumferð Subway deildar karla, 106-100.

Fyrir leik

Leikur kvöldsins var nokkuð mikilvægur fyrir baráttu beggja liða um heimavöll í úrslitakeppninni. Með sigri hefði Keflavík getað tryggt sér 2. sæti deildarinnar, en með tapi fallið alla leið niður í 5. sætið. Með sigri gat Þór hinsvegar farið upp úr 5. sætinu í 4. sætið.

Stórt skarð var höggið í leikmannahóp Keflavíkur fyrir leikinn er ljóst var að lykilmaður þeirra og besti leikmaður Subway deildarinnar Remy Martin yrði fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fyrri leikur tímabilsins millið Keflavíkur og Þór hafði verið gífurlega spennandi, en í honum hafði Þór eins stigs sigur á Sunnubrautinni í Keflavík.

Gangur leiks

Gestirnir úr Keflavík byrja leikinn betur, setja gjörsamlega allt niður á upphafsmínútunum og leiða mest með 11 stigum í fyrsta leikhlutanum. Heimamenn eru þó snöggir að ranka við sér, komast í takt við leikinn og er munuriinn 7 stig fyrir annan leikhlutann, 20-27. Líkt og í upphafi leiks er leikurinn áfram gríðarlega hraður undir lok fyrri hálfleiksins. Keflavík gerir þó vel að standast áhlaup Þórs í öðrum leikhlutanum og hada enn í 4 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 49-53.

Stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleiknum var Nigel Pruitt með 11 stig á meðan Igor Maric og Halldór Garðar Hermannsson voru komnir með 12 stig hvor fyrir Keflavík.

Heimamenn í Þór mæta vel til leiks í seinni hálfleik, eru snöggir að vinna niður forystu Keflavíkur og komast yfir. Leikurinn helst þó nokkuð jafn út þann þriðja og er jafnt á öllum tölum fyrir lokaleikhlutann, 69-69. Í lookaleikhlutanum voru heimamenn svo mikið betri aðilinn. Leiða hann allan og sigra leikinn að lokum með 6 stigum, 106-100.

Atkvæðamestir

Bestur í liði Þórs í kvöld var Darwin Davis með 17 stig og 10 stoðsendingar. Fyrir Keflavík var það Sigurður Pétursson sem dró vagninn með 20 stigum, 4 fráköstum og 13 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -