spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞórsarar sterkari á lokasprettinum

Þórsarar sterkari á lokasprettinum

Þór hafði betur gegn Stjörnunni í kvöld í Þorlákshöfn í 13. umferð Subway deildar karla.

Eftir leikinn er Þór í 2. til 4. sæti deildarinnar með 9 sigra og 4 töp líkt og Keflavík og Njarðvík. Stjarnan er hinsvegar í 8. sætinu með 7 sigra og 6 tapaða leiki það sem af er tímabili.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn og spennandi í lokin. Það voru þó gestirnir úr Stjörnunni sem virtust hafa betri tök á leiknum í fjórða leikhlutanum, en mest voru þeir með 9 stiga forystu um miðbygg fjórðungsins. Stórar körfur frá Nigel Pruitt og Darwin Davis á lokamínútunum skiptu sköpum fyrir Þór, sem náðu að lokum að sigla framúr og vinna með 6 stigum, 98-92.

Atkvæðamestur fyrir Þór í leiknum var Jordan Semple með 26 stig og 17 fráköst. Honum næstur var Darwin Davis með 20 stig og 5 stoðsendingar.

Fyrir Stjörnuna var það Ægir Þór Steinarsson sem dró vagninn með 28 stigum, 5 fráköstum, 10 stoðsendingum og Kevin Kone bætti við 14 stigum og 15 fráköstum.

Stjarnan á leik næst komandi fimmtudag 18. janúar heima í Umhyggjuhöllinni gegn Hamri á meðan að Þór leikur degi seinna föstudag 19. janúar gegn Haukum í Ólafssal.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -