spot_img
HomeFréttirÞórsarar sterkari á lokasprettinum gegn Hamri

Þórsarar sterkari á lokasprettinum gegn Hamri

Þór                  23-30-14-19                86

Hamar             13-22-27-18                80

Þór tók á móti Hamar í nágrannaslag Þorlákshafnar og Hveragerði.

Þór vann Tindastól sannfærandi síðast meðan að Hamar hefur tapað öllum sínum leikjum og sitja á botni deildarinnar og kvartaði þjálfari þeirra undan manneklu í sínum herbúðum eftir síðasta leik. Þórsarar fengu einmitt J.Medina frá Hamar til að þétta raðirnar enn betur og mætir hann sínum gömlu liðsfélögum í sínum öðrum leik með nýju félagi.

Þórsarar eru með næst hægasta liðið í deildinni samkvæmt fjórþáttagreiningu (var sem áður var) sem gæti kannski hjálpað Hamar sem eru bestir í svæðisvörn og ef þeir fatta að gefa boltann á rúllaran gætu þeir kannski unnið.

Byrjunarlið

Þór : N.Pruitt, Tómas Valur, Emil Karel, D Davis, J Sample.

Hamar : Frank K, Björn Á, Ragnar N, Danero Thomas, Jalen Moore.

Leikurinn byrjar rólega Hamarsmenn skora fyrsta stigið en eru þunnskipaðir og ná ekki að halda í við Þór og tapa fyrsta leikhluta 23-13. Áhugavert að Hamarsmenn gerðu enga breytingu í leikhlutanum og leit út fyrir að það væri verið farið að draga verulega af Ragga Nat sem stoppaði ekkert í teignum. Fyrri hálfleikur endar Þór 53-35 Hamar.

Tölfræði fyrri hálfleiks

Þór. Fg 55%- frk22- bekkur 9stig.

Sample 14 stig, 6 fráköst 4 stoð.

Hamar. Fg 40%- 15frk- bekkur 3 stig

Jalen Moore 19 stig.

Athygli vekur að Hamarliðið er með samtals 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik.

Hamarsmenn ná að minnka muninn í þriðja leikhluta minnst niður í 4 stig og eru að spila fína vörn.  Lárus er nokkuð rólegur og róterar sínum mönnum nokkuð vel í leikhlutanum. Hamarsmenn sýna okkur að þeir geta spilað bolta speisa völlinn vel og spila fína vörn sem skilar því að þeir vinna þennan þriðja leikhluta með 13 stigum eða 27 stig á móti 14 hjá Þór. Þór 67-62 Hamar þegar við förum inní fjórða.

Þórsarar geta líka spilað vörn í upphafi fjórða en geta illa skorað og þegar Hamar kemur með vörn ofaní það þá tekur Lárus loks leikhlé í stöðunni 72-72. Eftir það fer Þór á 10-0 áhlaup en Hamar svara með 0-6 áhlaupi. Það dugar þó ekki til. Niðurstaðan að lokum, Þór 86-80 Hamar.

Tölfræði

Þór. Fg 45% – frk 45 bekkur 12 stig

D.Davis 21stig- 4 stoð. Sample 14 stig-11 fráköst-7 stoð

Hamar. Fg 45% – frk 33- bekkur 3 stig

Jalen Moore 37 stig-6 fráköst- 6 stoðsendingar

Kjarninn

Ef Hamar heldur út heilan leik með því að spila vörn geta þeir vel náð í sinn fyrsta sigur í þessari deild. Eins hafði þjálfari Hamars það að orði að það vantaði leikmenn og ef þeir fá einhvern góðan og peppaðan ruslakarl eru þeir komnir skrefi nær. Hamarsmenn sýndu það að þeir geta spilað vörn, meira að segja að Jalen allavegana reynir.

Flottur sigur hjá Þór sem gefur þeim þó margt til að vinna með. Þeir hreinlega keyrðu yfir Hamar í fyrri hálfleik en í þeim síðari fengu þeir eitthvað til að bæta á næstu æfingu en sterkt engu að síður og sýnir hversu góðir þeir eru. Vel mætt úr Hveragerði og unnu Hamarsmenn allavega leikinn á pöllunum með frábærri stemningu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -