Þór Þorlákshöfn vann öruggan 66-98 sigur á Þór í Höllinni á Akureyri í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Með sigrinum eru því Þór Þorlákshöfn komnir í undan úrslit.
Gangur leiks
Gestirnir komu mun ákveðnari inn í fyrsta leikhluta. Spiluðu mjög góða og grimma vörn. Að sama skapi fengu þeir mikið pláss og léku lausum hala oft á tíðum í sókninni. Heimamenn einungis með 28% nýtingu gegn 61% gestanna. Staðan 17-32 að loknum fyrsta leikhluta.
Svipað var upp á teningnum í öðrum leikhluta. Gekk ekkert hjá heimamönnum og gestirnir náðu mest 22 stiga forystu í leikhlutanum. Heimamenn löguðu aðeins til í vörninni en áfram gekk illa í sókninni. Staðan 32-48 í hálfleik.
Liðin héldu áfram sem frá var horfið í seinni hálfleik og silgdu gestirnir að lokum öruggum sigri í land. 66-98. Stuðningsmenn Þór Þorlákshöfn eiga hrós skilið. Margfallt færri en gestirnir en munurinn heyrðist ekki.
Atkvæðamestir
Í liði heimamanna var Guy Landry Edi með 16 stig og Ivan Aurrecoechea með 13 stig og 16 fráköst.
Í liði gestanna var Larry Thomas frábær með 17 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Larry Thomas stigahæstur með 22 stig.
Myndasafn (væntanlegt)
Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór