spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar semja við þrjá

Þórsarar semja við þrjá

Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa samið við þrjá leikmenn fyrir komandi leiktíð í Bónusdeild karla, en félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum nýlega.

Ísak Júlíus Perdue og Skarphéðinn Árni Þorbergsson ganga til liðs við félagið frá Selfossi eftir að hafa báðir leikið þar síðustu þrjú ár. Þá hefur Davíð Arnar Ágústsson framlengt samning sinn við Þórsara.

Fréttir
- Auglýsing -