spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞórsarar lögðu Stjörnuna örugglega í oddaleik í Þorlákshöfn - Mæta Keflavík í...

Þórsarar lögðu Stjörnuna örugglega í oddaleik í Þorlákshöfn – Mæta Keflavík í lokaúrslitum á miðvikudaginn

Þór lagði Stjörnuna í kvöld í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla, 92-74. Það verða því Þórsarar sem mæta Keflavík í úrslitum á meðan að Stjarnan er komin í sumarfrí.

Fyrir leik

Stjarnan hafði unnið fyrsta leik einvígisina. Þór vann svo næstu tvo í Garðabæ og í Þorlákshöfn. Þann síðasta vann Stjarnan svo heima í Garðabæ og staðan fyrir leik kvöldsins 2-2.

Gangur leiks

Gestirnir úr Garðabæ hófu leik kvöldsins mun betur. Leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-26. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimamenn að jafna leikinn aðeins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er munurinn 3 stig, 44-47.

Þórsarar mæta svo miklu betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn. Eru frekar fljótir að snúa taflinu endanlega sér í vil. Forysta þeirra 4 stig fyrir lokaleikhlutann, 65-61. Í honum tóku þeir svo öll völd á vellinum og sigla að lokum mjög svo öruggum 18 stiga sigri í höfn, 92-74.

Tölfræðin lýgur ekki

Þórsarar unnu frákastabaráttu leiksins nokkuð örugglega, tóku 48 á móti aðeins 36 fráköstum Stjörnunnar.

Atkvæðamestir

Adomas Drungilas var bestur í liði heimamanna í kvöld, skilaði 7 stigum, 24 fráköstum og 4 stoðsendingum. Fyrir Stjörnuna var það Ægir Þór Steinarsson sem dró vagninn með 22 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Hvað svo?

Stjarnan er komin í frí fram á næsta haust á meðan að Þór mætir Keflavík í fyrsta leik úrslita komandi miðvikudag 16. júní.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Viðtöl (Magnús Elfar)

Fréttir
- Auglýsing -