spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞórsarar lögðu nafna sína frá Akureyri nokkuð örugglega í fyrsta leik einvígis...

Þórsarar lögðu nafna sína frá Akureyri nokkuð örugglega í fyrsta leik einvígis liðanna

Þór lagði Þór Akureyri í kvöld í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn í fyrsta leik átta liða úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla, 95-76. Þorlákshafnar Þórsarar eru því komnir með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki heldur áfram í undanúrslitin.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, þar sem að heimamenn leiddu með aðeins einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 21-20. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þeir svo að byggja sér upp þægilega forystu og eru 13 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 47-34.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera þeir svo vel í að ekki aðeins halda í, heldur bæta við forystu sína. Munurinn 18 stig fyrir lokaleikhlutann 72-54. Í honum gera heimamenn svo nóg til að sigla að lokum nokkuð öruggum 19 stiga sigur í höfn, 95-76.

Atkvæðamestur heimamanna í kvöld var Halldór Garðar Hermannsson með 12 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir gestina var það Ivan Aurrecoechea Alcolado sem dró vagninn með 17 stigum og 5 fráköstum.

Annar leikur liðanna í einvíginu er komandi miðvikudag 19. maí í Höllinni á Akureyri.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -