spot_img
HomeFréttirÞórsarar kjöldrógu KR - Stærsti sigur þeirra í DHL Höllinni frá upphafi

Þórsarar kjöldrógu KR – Stærsti sigur þeirra í DHL Höllinni frá upphafi

Þór lagði í kvöld KR í sjöttu umferð Dominos deildar karla, 77-107. Þórsarar eftir leikinn búnir að vinna þrjá í röð, með fjóra sigra og tvö töp það sem af er tímabili á meðan að KR hafa unnið þrjá og tapað þremur.

Gangur leiks

Það voru gestirnir úr Þorlákshöfn sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-27. Undir lok fyrri hálfleiksins létu þeir svo kné fylgja kviði og fóru með þægilega 26 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 31-57.

Heimamenn í KR gerðu litla atlögu að forystu gestanna í upphafi seinni hálfleiksins. Þórsarar gengu enn frekar á lagið og var munur þeirra kominn í 38 stig fyrir lokaleikhlutann, 53-91. Í honum sigldu þeir svo að lokum mjög svo öruggum 30 stiga sigur í höfn, 77-107.

Tölfræðin lýgur ekki

Þórsarar unnu frákastabaráttu kvöldsins nokkuð örugglega. Tóku 60 fráköst í leiknum á móti aðeins 34 hjá KR.

Kjarninn

Einfaldlega komið að skuldadögum hjá KR sem hafa verið heppnir í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni, þar sem þeir rétt mörðu Þór á Akureyri með 4 stigum og Hött heima með 5 stigum. Að sama skapi virðast Þórsarar vera komnir á skrið, unnið þrjá leiki í röð, þar af þessa tvo síðustu gegn sterkum liðum ÍR og KR á stórkostlegan máta.

Atkvæðamestir

Þorvaldur Orri Árnason var atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld, skilaði 14 stigum og 4 fráköstum á rúmum 16 mínútum spiluðum. Fyrir gestina úr Þorlákshöfn var það Larry Thomas sem dróg vagninn með 29 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum á 21 mínútu spilaðri.

Hvað svo?

KR heimsækir Hauka í Ólafssal þann 31. janúar og sama dag fær Þór lið Tindastóls í heimsókn í Þorlákshöfn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -