spot_img
HomeFréttirÞórsarar jafna metinn gegn Grindavík

Þórsarar jafna metinn gegn Grindavík

Það var að duga eða drepast fyrir Þórsara frá Þorlákshöfn þegar þeir tóku á móti Grindvíkingum í kvöld. Þórsarar voru komnir með bakið upp við vegginn og þurftu sigurinn til þess að eygja áframhaldandi líf í úrslitakeppninni. Grindavík og Þór eru liðin í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar og því vitað mál að rimman yrði jöfn milli þeirra.

 

Leikurinn var ákaflega jafn lengst af og náði hvort lið aldrei meira en 5-6 stiga mun en alls var 9 sinnum skipst á forystu og 7 sinnum jafnt í leiknum.

 

Í seinni hálfleik náði Þór naumri forystu sem þeim tókst að halda allt til loka leiks en höfðu svo af 14 stiga, 88-14 sigur að lokum. Oddaleikur verður því raunin í þessari stórskemmtilegur viðureign milli þessara jöfnu liða.

 

Tobin Carberry átti erfitt uppdráttar í sókn, þrátt fyrir að leiða liðið í stigaskori með 25 stig, en spilaði frábæra vörn á Dag Kár. Lewis Clinch og Ólafur Ólafsson leiddu Grindavíkurliðið með 21 stig hvor.

 

Oddaleikur milli liðanna verður svo í Grindavík á sunnudaginn kemur kl. 19:15.

Þór Þ.-Grindavík 88-74 (23-23, 24-17, 17-18, 24-16)
Þór Þ.: Tobin Carberry 25/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 16/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 9/11 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Grétar Ingi Erlendsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 2, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.
Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/11 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 11, Ingvi Þór Guðmundsson 5/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2/7 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Hamid Dicko 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Viðtöl / Gestur Einarsson frá Hæli

Fréttir
- Auglýsing -