spot_img
HomeFréttirÞórsarar heppnir að sleppa með tvö stig úr Keflavík

Þórsarar heppnir að sleppa með tvö stig úr Keflavík

Keflavík tók á móti Þór í Blue höllinni í kvöld í 11. umferð Subway deildar karla.

Leikurinn var sá síðasti í umferðinni og einnig sá síðasti sem fram fer á þessu ári í Subway deildunum.

Þórsarar voru mun sterkari framan af, og leiddu með 12 stigum í hálfleik, 48-60. Keflvíkingar bitu hins vegar vel frá sér í seinni hálfleik og réðst leikurinn í lokasókninni. Keflvíkingar gátu þá stolið sigrinum en lokaskotið geigaði og Þórsarar skuppu út með eins stigs sigur, 102-103.

Remy Martin var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig en Jordan Semple var stigahæstur gestanna með 23 stig.

Bæði lið eru nú komin í frí yfir hátíðarnar, en bæði lið eiga leik næst þann 4. janúar. Þá tekur Keflavík á móti Hamri og Þór heimsækir bikarmeistara Vals í Origo höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -