spot_img
HomeFréttirÞórsarar fara í Hólminn

Þórsarar fara í Hólminn

06:00

{mosimage}
(Þorsteinn Gunnlaugsson verður áberandi á parketinu í Hólminum í dag)

Einn leikur er á dagskrá í Iceland Express-deild karla í dag. Snæfellingar taka þá á móti Þór frá Akureyri. Er þetta síðasti leikur ársins og næst síðasti leikur 11. umferðar.
Þessi lið eru í 6.-10. sæti með 8 stig eins og ÍR, Stjarnan og Tindastóll og er þetta því sannkallaður 4 stiga leikur.

Þórsurum hefur gengið ágætlega í vetur en þeir eru nýliðar í Iceland Express-deildinni. Þeir eru komnir með fjóra sigra í níu leikjum en þeir eiga tvo leiki inni á efstu liðin. Snæfellingum var spáð góðu gengi í vetur og þeir hófu leiktíðina af krafti þegar unnu Powerade-bikarinn í upphafi leiktíðar. Gengi þeirra í deildinni hefur valdið vonbrigðum og ljóst að sigur í dag er þeim nauðsynlegur.Að venju er að finna skemmtilega upphitun fyrir leikinn á heimasíðu Þórs.

Leikurinn hefst kl. 16:00.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -