spot_img
HomeFréttirÞórsarar fá Bandy til að leysa Isom af

Þórsarar fá Bandy til að leysa Isom af

11:49

{mosimage}

Þórsarar á Akureyri hafa samið við bandaríska leikmanninn Daniel Bandy um að leika með liðinu á meðan beðið er eftir Cedric Isom sem á við meiðsli að stríða. Bandy þessi er 177 cm bakvörður sem þykir mjög snöggur og mikil skytta.

Á heimasíðu Þórs segir Hrafn Kristjánsson að gripið hafi verið til þessa ráðs að fá Bandy þegar ljóst var að endurhæfing Isom tæki lengra tíma en áætlað var í upphafi.

Hann er mættur á Akureyri og samkvæmt KKI.is er hann kominn með leikheimild svo það má vænta þess að hann verði með Þór þegar þeir mæta FSu á Selfossi á morgun

Nánar um málið á heimasíðu Þórs .

[email protected]

Mynd: gotigersgo.cstv.com

 

Fréttir
- Auglýsing -