spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞórsarar eiga tækifæri á að launa Val greiðann frá því í fyrra...

Þórsarar eiga tækifæri á að launa Val greiðann frá því í fyrra eftir 9 stiga sigur í Þorlákshöfn

Þór tók 0-2 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Val með 92-83 sigri og geta sópað Íslandsmeisturunum út í næsta leik. Valur sópuðu Þór út í undanúrslitum fyrir ári síðan, en þá voru Þórsarar ríkjandi Íslandsmeistarar og eiga því harma að hefna.

Fyrir leik

Þór stal heimavallaréttinum þegar þeir unnu Val í fyrsta leiknum og tóku forystu í einvíginu.En þetta er að spilast líkt og fyrir ári þegar Valur stal fyrsta leiknum í Þorlákshöfn Þá var Valur með meiri ákefð en Þórsarar sem ætla ekki að gera sömu mistök. Valsmenn eru til alls líklegir þó þeir hafi tapað síðast voru þeir alveg inní þessu og Kristófer er allavega að hita upp með liðinu.

Þór er með bullandi sjálfstraust eftir brekkuna í vetur og lifa á vörninni og eru að fá meira framlag af bekknum í báðum seríunum, en leita logandi ljósi að skotmanni fyrir utan með Vincent svo sókninn gangi betur. Nú nýst þetta meira um andlegu hliðina hjá liðunum. Allir eru í búning í kvöld.

Byrjunarlið

Þór: Vincent, Emil, Styrmir, Davíð, Sample.

Valur: Kristófer, Hjálmar, Pablo, Kári, Callum

Fyrri hálfleikur

Valsmenn byrja með sitt sterkasta lið en Þórsarar sem voru 23 % í þriggja stiga í síðasta leik byrja leikinn á fjórum þriggja stiga körfum í röð. Og Finnur tekur leikhlé eftir tvær mínútur.

Leikurinn jafnsast svo meira eftir þetta en Þór alltaf með yfirhöndina og hafa verið á eldi hérna í fyrsta leikhluta. Leikur Vals breytist mikið með tilkomu Kristófer en hann og Kári láta þetta líta of auðveldlega út á köflum í sókninni. Leikhlutinn endar jafnt 28-28. Þórsarar átt stórleik en ekki náð að slíta reynslumikla Valsmenn af sér.

Annar leikhluti hefst líkt og hinn endaði Callum treður boltanum með látum og Þór setur  þrist og eru mjög ákáfir í vörninni ná betur að loka teignum og ná upp forskoti aftur. En  Valsmenn svara alltaf. Þetta er hörku leikur.

Meira að segja Sample setur þrist. Kristófer lætur unga manninn Tómas finna fyrir sér og hendir honum frá sér í tvígang en Tómas svara með að blokka hann og labba svo ydir hann. Nú er kominn úrslitakeppnisstemning í leikinn. Þór er 5 stigum yfir eftir fyrri hálfleik Þór 56-51 Valur.

Þór er með 61 % skotnýtingu þar af 55% í þriggja og ná þar með að opna teigin betur og ná að auðvelda sóknarleikin betur. Valur er að hitta 59% en bara 27% fyrir utan. Valsmenn eru að fá meira framlag af bekknum en Þór.

Atkvæðamestir

Þór: Styrmir  18 stig  og Emil 11 stig

Valur:  Kristófer  11 stig

Seinni

Valsmenn hleypa Vincent ekkert í sókninni en þá hefur Styrmir og Sample stigið upp í sókninni. Valur er að keyra meira í teiginn til að byrja með meðan þeir reyna að finna skotið sitt fyrir utan. Undir lok leikhlutans setur Vincent þrist þrem metrum fyrir utan þriggja stiga línuna , bara net. Ekki góða fréttir fyrir Val Þór er tíu stigum yfir eftir leikhlutann. Þór 74-64 Valur.

Valur er bara 4 af 22 í þriggja og fer skotnýtingin bara niður á við frá fyrri hálfleik.

Enn og aftur setja Emil og Davíð gott fordæmi með brjálaðari vörn í byrjun fjórða. Sem skilar sér í töpuðum boltum hjá Val. Munurinn orðin 17 stig þegar Frank minnkar munin fyrir Val með þrist en hann sat lungan af fyrri með 3 villur á bakinu. Valsmenn spila hörku vörn núna en hitta ekkert fyrir utan.

88-74 fyrir þór þegar Valur tekur leikhlé. En saga Vals í leiknum endurspeglast í fyrstu sókninni þar sem þeir ná ekki að opna teiginn og boltin fer út á Kára sem hittir ekki fyrir utan. En með elju ná þeir þessu niður í tíu stig 88-78 en komaast ekki lengra. Leikurinn endar Þór 92-83 Valur.

Atkvæðamestir

Þór:  Styrmir23 stig 7 stoðsendingar. Vincent 19 stig og maður leiksins Jordan Sample 18 stig 10 fráköst 9 stoðsendingar og 39 framlagspukta og ekki eina villu.

Valur: Hjálmar og Pablo voru báðir með 16 stig. Kristófer kemur sterkur inn eftir meiðsli, 13 stig og 20 framlagspunkta.

Kjarninn

Stutta svarið er skotnýting sem er munurinn á liðunum.

En Þór eru að spila góða liðsvörn og menn treysta vel á hvorn annan sem er að skila sér og myndar sterka liðsheild. Nú eru þeir farnir að hitta úr þessum opnu skotum sem þeir hafa verið að fá. Planið hjá Val að hætta að gefa þeim opin skot fyrir utan og bæta nýtinguna fyrir utan sem fór úr 23% niður í 15% á milli leikja. Valsmenn mæta dýrvitlausir í næsta leik sem verður uppá líf og dauða í þessari seríu fyrir þá 0-2 undir.

Hvað svo

Valur tekur á móti Þór á heimavelli að Hlíðarenda fimmtudaginn 27 apríl. Þar ræðst það hvort Íslandsmeisturunum verður sópað í undanúrslitum annað árið í röð.

Staðan er Valur 0-2 Þór.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -