spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaÞórsarar deildarmeistarar í 4. deild karla

Þórsarar deildarmeistarar í 4. deild karla

Þór Þorlákshöfn urðu í dag deildarmeistarar í 4. deild karla eftir sigur á Keflavík í æsispennandi úrslitaleik þar sem bæði lið voru nokkuð föst fyrir samkvæmt heimildum Körfunnar.

Ásamt Þór og Keflavík sendi Stál-Úlfur tvö lið til mótsins í dag, en í heildina voru fjögur lið sem tóku þátt.

Samkvæmt heimildum Körfunnar voru það Magnús Breki og Jón Jökull sem sáu mest um stigaskorun Þórsara í úrslitaleiknum á meðan að Heiðar Snær og Sindri hreinsuðu glerið og spiluðu afburðarvörn. Sigurður og Helgi tvíburarnir og tveir af efnilegustu dómurum leiksins splittuðu leikjum á milli sín og hafði það greinileg áhrif á andstæðinga Þórsara.

Arnar Jónsson kom með mikilvægar mínútur af bekknum í úrslitaleiknum sem samherjar hans þurftu virkilega á að halda, enda lentu Þórsarar í miklu áfalli í fyrsta leik þegar stórskyttan Eyþór Almar tognaði í kálfa þegar hann var ný kominn inn af bekknum ískaldur, ætlaði hann að komast upp með að sleppa við upphitun til að eiga meiri orku í leiknum sjálfum og varð sú àkvörðun honum að falli. Samkvæmt honum sjálfum verður hann frá út tímabilið. Þess vegna var baràtta og vilji Arnars eins mikilvægur þàttur titilsins og raun bar vitni.

Bæði Þórsarar og Kelfvíkingar komu ósigruð inn í úrslitaleikinn og úr varð taumlaus skemmtun, Keflvíkingar ósàttir við dómgæsluna en bæði lið spiluðu fast og ætluðu Keflvíkingar að vinna til baka stoltið eftir úrslit efstu deildar karla á síðustu leiktíð en í svona stórum leikjum skína gæði í gegn og úr varð að Þórsarar enn og aftur bera sigur úr bítum gegn Keflavík.

Næsta deildarmót 4. deildar karla mun verða haldið eftir áramótin, 14. apríl næstkomandi.

Fréttir
- Auglýsing -