spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÞorleifur tekur fram skóna með Grindavík

Þorleifur tekur fram skóna með Grindavík

Þorleifur Ólafsson hefur tekið skóna fram á nýjan leik og mun hann leika með Grindavík á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Karfan hafði sagt frá því að Þorleifur, Ómar Örn Sævarsson og Jóhann Árni Ólafsson væru að æfa með liðinu. Sem stendur hefur félagið staðfest að Þorleifur muni draga skóna fram á nýjan leik og þá verður Jóhann Árni í leikmannahóp Grindavíkur í leik meistara meistaranna gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.

Þorleifur hefur ekki leikið síðan í oddaleik úrslita Íslandsmótsins árið 2016-17 þegar að Grindavík tapaði fyrir KR. Leikmaðurinn samt á besta aldri, 35 ára, en hann hefur á sínum feril unnið alla titla sem í boði eru með uppeldisfélagi sínu í Grindavík.

Fréttir
- Auglýsing -