07:27:33
{mosimage}
Nýliðar FSu tóku á móti Grinavík í Iðu á Selfossi í gærkvöld. Fyrir leikinn var FSu í 10. sæti deildarinn með 6 stig en Grindavík í öðru sæti með 16 stig. Eftir æsispennandi leik tókst Grindvíkinum að knýja fram sínum níunda sigri.
Gestirnir úr Grindavík byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 7 stig leiksins. En heimamenn FSu komu sterkir til baka og tóku 10 – 0 run og jafna leikinn. Eftir það var fremur jafnt milli liða og skorað á báðum endum. Leikhlutinn endaði með troðslu frá Þorleifi Ólafssyni og staðan var 26-27 gestunum úr Grindavík í vil.
Spennan hélt áfram í seinni leikhlutanum og bæði liðin voru að skora. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum er dæmd tvöfald tæknivilla á leikmann og þjálfara FSu. Grindavík tók svo 10-0 run og komst 12 stigum yfir 42-54. Leikhlutinn endaði 46-54 Grindavík í vil. Atkvæðamestir hjá FSu voru Vésteinn Sveinsson sem setti niður 14 stig og reif niður 5 fráköst og Thomas Viglianco setti niður 8 stig og reif niður 8 fráköst. Hjá Grindvíkingunum var það Páll Axel Vilbergsson sem setti niður 15 stig og Helgi Jónas Guðfinnsson setti niður 11 stig.
FSu komu ákveðnari inn í þriðja leikhlutann og skoruðu 7 stig gegn núll stigum gestanna. Eftir það var leikurinn þokkalega jafn þangað til á fjórðu mínútu þá tók Grindavík 8-0 run. FSu tókst aðeins að laga stöðuna og endaði leikhlutinn 61-72 Grindvíkingum í vil.
Spennan var aldrei meiri en í fjórða leikhluta. Bæði lið voru að skora af grimmd. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum setti Þorleifur Ólafsson körfu frá miðju því skotklukkan var að renna út. FSu náði ekki að komast inn í leikinn aftur þannig Grindavík kláraði leikinn 88-97. Atkvæðamestir hjá FSu var Sævar Sigurmundsson sem setti 22 stig og reif niður 7 fráköst og Vésteinn Sveinsson setti 23 stig og reif niður 7 fráköst. Hjá Grindavík var það Páll Axel Vilbergsson sem setti 29 stig og reif niður 7 fráköst og Þorleifur Ólafsson sem setti 18 stig og reif niður 9 fráköst.
Tölfræði leiksins
Marteinn Guðbjartsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



