spot_img
HomeFréttirÞorleifur Ólafsson : Hljóp á Bullock á æfingu og stórslasaðist

Þorleifur Ólafsson : Hljóp á Bullock á æfingu og stórslasaðist

Þorleifur Ólafsson átti stórgóðan leik fyrir Grindavík í kvöld þrátt fyrir að hafa hlaupið á vegg á æfingu um daginn, vegginn sem gengur undir nafninu J’Nathan Bullock.  Þorleifur skoraði 16 stig í leiknum, hirti 7 fráköst  og lét ekki bakmeiðslin á sig fá.
Þó menn tali um að Grindavík sé sterkari aðilinn í þessu einvígi þá mátti ekki miklu muna hérna í kvöld að leikurinn dytti með Stjörnunni.
 
"Nei nei, stjarnan er með hörku lið.  Við erum deildarmeistarar en það er allt önnur keppni.  Það er komin úrslitakeppni og ef maður spilar ekki vel í henni þá dettur maður bara út".  

Leikurinn í kvöld einkenndist af sterkum varnarleik en það hlítur að vera eitthvað sem menn líta á sem lykilinn að þessari seríu. 

"Jú við leggjum mikið uppúr því og höfum gert það að spila góða vörn.  Höfum verið að laga hana mikið.  En við erum ósáttir við sóknarleikinn, boltinn er ekki að ganga nógu vel hjá okkur.  Þeir eru að skipta mikið á screenum og við þurfum að halda áfram að láta boltan ganga því að í þau skipti sem við gerum það þá fengum við opin skot og settum þau svona oftast".  

Er eitthvað sem Grindavíkurliðið þarf að breyta fyrir næsta leik í Ásgarði á föstudaginn?

"Við þurfum ekki að breyta neinu, við þurfum bara að láta boltan ganga meira og spila sömu vörn.  Bara halda áfram og berjast". 

Menn velta því oft fyrir sér hvort liðin séu betur sett að fá hvíld á milli 8 liða úrslita og undanúrslitana eða hvort það sé betra að koma "heitur" úr oddaleiknum, teluru að það hafi haft einhver áhrif á leikinn í kvöld? 

"Skiptir engu máli fyrir okkur, við erum með það breiðan hóp.  Skiptir engu máli hvort við fáum pásu eða ekki þá erum við með ferskar fætur á bekknum, alveg sama hversu langt við förum í þessu.  Ég hljóp á Bullock á æfingu og stórslasaðis þannig að það var fínt að fá þessa pásu, gat hvílt mig í  tvo daga.  Þetta var bara eins og að hlaupa á vegg, ef það hefði ekki gerst hefði þetta ekki skipt neinu máli".

[email protected]

mynd : [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -