22:00
{mosimage}
Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík var ánægður með baráttu sinna manna að átta sig á stöðunni, koma sterkir fyrir varnarlega og fara ekki snemma í sumarfrí í samtali við Karfan.is
„Við spiluðum saman og spiluðum af hörku og það skilaði þessum sigri, þetta var hörkuvörn og við börðumst allann tímann og við hefðum ekki endilega þurft að skora svona mikið þar sem þeir náðu bara 71 stigum”
Þið hafið náð að stilla ykkur saman þrátt fyrir stöðuna og koma einbeittir til leiks?
„Það er ekki þægilegt að vera 2-0 undir og eiga heimleik sem er léttur en þetta verður gríðalega erfiður leikur í Hólminum á mánudag og við verðum að eiga okkar besta leik til að, eins og þú sagðir áðan, fara ekki snemma í sumarfrí.”
Hlynur Bæringsson fyrirliði Snæfells var ekki eins kátur með spilamennsku sinna manna.
„Við vorum bara ekki tilbúnir í vörnina þeirra og þeir unnu bara verðskuldaðann sigur. Við vorum að gefa þeim galopinskot Helga, Þorleifi og meira að segja Palla og þeir fengu eitt kannski tvö erfið þriggja stiga skot og þeir kláruðu það yfir okkur og börðu okkur niður og við áttum bara skilið að tapa þessum leik”
Nú fáið þið næsta leik i Hólminum?
„Já ég held að það mæti bara allir Hólmarar nær og fjær, það er gríðarlegur stuðningur á öllum leikjum hvort sem er úti eða heima og við klárum þetta þar”
Símon B. Hjaltalín.
Myndir: [email protected]



